Við opnum aftur skrifstofuna á fimmtudaginn 15. apríl

Þar sem ennþá eru fjöldatakmarkanir biðjum við fólk að sinna þeim erindum sem hægt er í gegn um síma og tölvupóst. Kvittanir má skilja eftir í póstkassanum á fyrstu hæð. 

Ef of margir eru á skrifstofunni gæti fólk þurft að hinkra frammi á stigaganginum þar til einhver fer út. 

Grímuskylda er á skrifstofunni og fólk þarf að spritta sig við komu.