Iðgjaldaskil til VSFK
VSFK mun taka við móttöku skilagreina og innheimtu félagsgjalda þann 1. september 2025. Jafnframt innheimtu gjalda í sjúkra-, orlofs- og fræðslusjóði.
Verkefnið var áður hjá lífeyrissjóðinum FESTA. Athugið að FESTA mun áfram annast innheimtu iðgjalda í lífeyrissjóð og innheimtu endurhæfingargjalds (0,10%).
Kennitala félagsins er 680269-5729 og stéttarfélagsnúmer félagsins er F132.
Gjöld sem eru skráð handvirkt skal skila á bankareikning 0133-26-018744
Engar breytingar verða á hlutfalli félags- og iðgjalda.
Undirbúningur þessa verkefnis hefur staðið yfir undanfarna mánuði en markmiðið er að yfirfærslan verði hnökralaus fyrir launagreiðendur.
Hægt er að senda fyrirspurnir vegna þessa á netfangið innheimta@vsfk.is eða hringja á skrifstofu félagsins í síma 421-5777.
Upplýsingar um innheimtu
Á almenna markaðinum: (gildir frá 1.apríl 2019)
Félagsgjöld (greitt af starfsmanni) | 1% |
Sjúkrasjóður | 1% |
Orlofssjóður | 0.25% |
Starfsmenntasjóður (Starfsafl) | 0.30% |
Starfsendurhæfingarsjóður | 0.1% |
Hjá Sveitarfélögum: (gildir frá 1. janúar 2020)
Félagsgjöld (greitt af starfsmanni) | 1% |
Sjúkrasjóður | 1.25% |
Orlofssjóður | 1% |
Starfsmenntasjóður (Greiðist inn á reikning félagsins 0121-05-418997) | 0.82% |
Starfsendurhæfingarsjóður | 0.1% |
Félagsmannsjóður (Greiðist inn á 0133-15-002519) | 2.2% |
Hjá Ríki og SFV: (gildir frá 1. apríl 2019)
Félagsgjöld (greitt af starfsmanni) | 1% |
Sjúkrasjóður | 0.75% |
Orlofssjóður | 0.5% |
Starfsmenntasjóður (Greiðist inn á reikning félagsins 0121-05-418997) | 0.82% |
Starfsendurhæfingarsjóður | 0.1% |
Nánar um afgeiðslu skilgreina
Ef launagreiðandi þarf að gera leiðréttingar á eldri skilagreinum sem hafa verið sendar inn er nauðsynlegt að senda póst á innheimta@vsfk.is. Aðeins er hægt að leiðrétta 3 mánuði aftur í tímann.
Aðeins er tekið við skilagreinum 3 mánuði aftur í tímann. Hægt er að hafa samband í tölvupósti (innheimta@vsfk.is) ef þörf er á að senda skilagreinar lengra en 3 mánuði aftur.
Greiðsluseðill er sendur í heimabanka eftir að skilagrein hefur verið send til VSFK. Krafan stofnast þó ekki fyrr en skilagreinin hefur verið yfirfarin og ef misræmi kemur í ljós stofnast krafan samkvæmt yfirfarinni skilagrein. – Ef krafa stofnast ekki í heimabanka hefur skilagrein ekki borist af einhverjum ástæðum.
Gjalddagi er 15. dagur næsta mánaðar á eftir launamánuði. – Eindagi er 30. dagur sama mánaðar. Ef greiðsla er ekki innt af hendi fyrir eindaga eru reiknaðir dráttarvextir frá gjalddaga til greiðsludags.
Innheimtuferlið hefst ef iðgjöld eru ekki greidd á eindaga. Áminning er send 7 dögum eftir eindaga og innheimtuviðvörun 15 dögum eftir eindaga. Hafi krafa ekki verið greidd 11 dögum eftir innheimtuviðvörun er hún send í löginnheimtu.
Dæmi um iðgjöld vegna apríl mánaðar: Gjalddagi er 15. maí. Eindagi er 30. maí. Áminning send 6. júní. Innheimtuviðvörun send 14. júní þar sem er gefinn 11 daga frestur. Vanskilin send í löginnheimtu þann 25. júní sé krafan ekki greidd.
Allar spurningar má senda á netfangið innheimta@vsfk.is