Trúnaðarmenn sem eru virkir í sínum störfum fá endurgreidd félagsgjöld

Stjórn VSFK samþykkti að umbuna þá trúnaðarmenn sem eru virkir í sínum störfum með því að endurgreiða þeim félagsgjöld sem þeir greiða í félagið.

Trúnaðarmannastarfið er ólaunað starf og hjá trúnaðarmanni sem er virkur í sínu starfi getur það verið tímafrekt. Oft er erfitt að fá trúnaðarmenn til starfa og vonast félagið til að þetta hvetji félagsmenn til að taka þetta starf að sér.