Ágætu félagsmenn og þjónustuþegar Virk.
Vegna fjölgunnar á covidsmitum biðjum við félagsmenn að takmarka komur á skrifstofuna eins og
mögulegt er. Við viljum gera allt sem við getum til að geta haldið skrifstofunni opinni en á sama tíma
gæta að því að ekki komi upp smit sem valdi því að við þurfum að loka.
Flest erindi má reka á rafrænan hátt eða í gegn um síma 421-5777.
Netföng starfsmanna má nálgast hér.
Skila má öllum umsóknum um styrki úr sjúkrasjóði á thorey@vsfk.is
Umsóknum um námsstyrki á johann@vsfk.is
Eins má fá frekari upplýsingar um þessa styrki og gögn þeim tengdum hjá Þóreyju og Jóhanni.
Ef erindið er þess háttar að sækja verður skrifstofu er mikilvægt að gæta vel að sóttvörnum, mæta með grímu og spritta sig við komu.