Styrkir

Félagið veitir styrki vegna ýmissa heilsueflandi og fyrirbyggjandi þátta til að hvetja félagsmenn til að huga að bættri heilsu. Upplýsingar um þá styrki sem í boði eru má sjá hér fyrir neðan.

Með umsókn um styrki þarf að fylgja frumrit kvittana með kennitölu bæði þjónustuaðila og greiðanda og síðasti launaseðill.

Réttur til styrkveitinga myndast eftir 6 mánuði og til að eiga rétt á fullum styrk þarf félagsmaður að hafa greitt til félagsins það gjald sem miðast við 100% starf. Sé félagsmaður í hlutastarfi á hann rétt á styrk í sama hlutfalli og starfið. Sem dæmi á starfsmaður í 50% starfshlutfalli á rétt á 50% styrk.

Reikningur skal dagsettur eftir að réttur félagsmanns til styrkja stofnast í sjóðnum. Ekki eru greiddir styrkir vegna reikninga sem verða til á þessu 6 mánaða ávinnslutímabili.

Skila þarf umsóknum fyrir 23. hvers mánaðar til að fá greitt næstu mánaðarmót á eftir.

Umsókn má skila á skrifstofu félagsins eða senda í tölvupósti á netfangið thorey@vsfk.is

Það sem við styrkjum

Heilsustyrkur

Hægt er að nýta heilsustyrkinn fyrir líkamsrækt, íþróttir, sund, dans o.fl. heilsueflandi. Eins vegna meðferðar hjá löggiltum sjúkraþjálfara, löggildum sjúkranuddara, heilsunuddara, iðjuþjálfa, næringarráðgjafa, osteópata eða kírópraktor. Stöðin/skólinn/félagið skal vera lögaðili (kennitala og fast heimilisfang) með fasta aðstöðu og skipulagt starf.
Endurgreitt er að hámarki 50.000 kr. á ári, þó aldrei meira en sem nemur 50% af kostnaði.
Eins er hægt að nýta heilsustyrkinn vegna tannlæknakostnaðar og sem fæðingarstyrk.
Réttur stofnast eftir 6 mánaða aðild.
Ath. að ekki er endurgreitt vegna kaupa á tækjum eða fatnaði.

Krabbameinsskoðun

Krabbameinsleit – 20.000 kr. á ári.

Styrkur vegna tækjakaupa

Vegna kaupa á heyrnartækjum 50% af kvittun að hámarki 40.000 kr. Fyrir hvort eyra.
Vegna kaupa á gleraugum eða linsum eftir tilvísun frá lækni eða sjóntækjafræðingi, 50% af kvittun að hámarki 40.000 kr.
Allir tækjastyrkir miðast við 36 mánaða tímabil og eftir 6 mánaða aðild.

Laseraðgerð

Styrkur vegna Laser-aðgerðar greiðist 50.000 kr. á hvort auga í eitt skipti.

Hjartavernd

Greitt er að hámarki vegna áhættumats 15.000 kr. á ári.

Geð-/sálfræðiaðstoð

50% af hverjum reikningi að hámarki 40.000 kr. ári. Einungis er greitt fyrir tíma hjá sálfræðingum sem eru með starfsréttindi á Íslandi.

Styrkur vegna glasameðferðar/tæknifróvgunar

60.000 kr. í eitt skipti.