Félagsmaður á rétt á sjúkradagpeningum úr sjóðnum ef greitt hefur verið af honum til Sjúkrasjóðs í a.m.k sex mánuði áður en hann verður launalaus vegna veikinda.
Heildar-upphæð sjúkradagpeninga er 80% af meðallaunum síðustu 6 mánaða eða að hámarki 755.210 kr. Inni í þeirri upphæð er greiðsla frá Sjúkratryggingum Íslands.
Sækja þarf um greiðslur sjúkradagpeninga samhliða greiðslum úr sjúkrasjóði til Sjúkratrygginga Íslands vegna langvarandi veikinda (lengri en 2 vikur).
Hægt er að fá greidda 120 daga vegna eigin veikinda og 90 daga vegna alvarlegra veikinda maka og alvarlega og langvarandi veikinda barna.
Réttur til sjúkradagpeninga endurnýjast á 12 mánuðum hafi félagsmaður greitt í sjúkrasjóð í þann tíma. Rétturinn endurnýjast hlutfallslega eftir því sem hann er nýttur frá þeim degi sem greiðslur dagpeninga lýkur.
Ekki er hægt að fá greidda sjúkradagpeninga vegna bótaskyldra slysa eins og umferðaslysa eða veikinda sem uppfylla réttindi til greiðsla frá Tryggingastofnun eða lífeyrissjóði s.s. örorku.
Umsókn um sjúkradagpeninga
Með umsókn um sjúkradagpeninga skjal fylgja ljósrit af sjúkradagpeningavottorði frá lækni, upprunnið í tölvukerfum heilsugæslunnar og spítalanna.
Fyrsta vottorð þarf að vera íslenskt sjúkradagpeningavottorð. Framhaldsvottorð (vottorð vegna endurnýjunar/framlengingar) mega vera af erlendum toga en þurfa að vera ítarleg og innihalda sambærilegar upplýsingar og sjúkradagpeningavottorð. Ef þau eru á erlendu tungumáli þarf að fylgja þýðing yfir á íslensku eða ensku gerð af löggiltum skjalaþýðanda.
Heimilt er að skila erlendu fyrsta vottorði ef félagsmaður veikist skyndilega í fríi erlendis. Félagsmaður getur þurft að færa sönnur fyrir því að um fyrirfram ákveðið frí erlendis hafi verið að ræða.
Með umsókn þarf að fylgja:
- Umsóknareyðublað vegna sjúkradagpeninga
- Sjúkradagpeningavottorð
- Starfsvottorð
- Síðasti launaseðill ( starfsmaður óskar mögulega eftir fleiri launaseðlum)
Umsóknir um sjúkradagpeninga og styrki þurfa að hafa borist fyrir 25. dag mánaðar til að greiðast út í lok mánaðar.