Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning SGS við SA

Kosning er  hafin stendur til kl. 09:00 miðvikudaginn 20. mars. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða tilkynntar sama dag.

Til að greiða atkvæði um samninginn þarf viðkomandi að hafa rafræn skilríki eða íslykil.

Atkvæðisrétt eiga allir félagsmenn VSFK sem vinna eftir viðkomandi samningi.

Geti einhver, sem telur sig eiga atkvæðisrétt, ekki kosið getur viðkomandi snúið sér til skrifstofu VSFK stéttarfélags og fengið sig færðan á kjörskrá og greitt atkvæði, enda leggi viðkomandi fram launaseðil sem staðfesta afdregin félagsgjöld. Eins má senda tölvupóst á vsfk@vsfk.is

Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér innihald samningsins vel og nýta sinn atkvæðisrétt!

Hér má nálgast upplýsingar um samninginn

Við minnum á kynningarfundi vegna samningsins.

Fundir á íslensku verða á eftirfarandi tíma:

  • á Teams : mánudaginn 18. mars kl. 18.30 
  • á skrifstofu félagsins fimmtudaginn 14. mars kl. 19.30

Athugið að þið þurfið að skrá ykkur á Teams fundina til að fá senda slóð inn á fundinn og eins á staðarfundinn til að við getum verið með sal við hæfi.

Til að skrá ykkur sendið tölvupóst á netfangið vsfk@vsfk.is og tiltakið hvaða fund þið viljið sækja. Eins má hringja á skrifstofuna til að skrá sig 421-5777