Óskum eftir fólki í samninganefnd félagsins og trúnaðarráð

Við óskum eftir áhugasömum einstaklingum til að taka þátt í starfi félagsins eða tilnefningu á aðilum
sem þú telur að eigi heima í samninganefnd eða trúnaðarráði.
Okkur vantar fólk úr sem flestum sviðum atvinnulífsinns til að vinna með okkur að kjaramálum
félagsmanna. Fyrstu samningar félagsins eru lausir í haust og því mikilvægt að hefja störf að krafti í
undirbúningi að kröfugerð og samninga.
Ef þú hefur áhuga eða vilt tilnefna einhvern endilega hafðu samband vsfk@vsfk.is
Eins má fá upplýsingar í sama netfangi.