Við vekjum athygli félagsmanna á íbúðamöguleikum hjá Bjargi
VSFK er eitt af aðildarfélögum Bjargs, og hafa félagsmenn því aðgang að þessum íbúðamöguleika.
Áætlað er að fyrstu íbúðirnar verði tilbúnar í júlí 2026. Sjá nánari upplýsingar um úthlutun og upphaf leigu hér.
Íbúðirnar eru 2ja, 3ja, 4ra og 5 herbergja. Gæludýrahald er heimilt í íbúðum á jarðhæðum – sjá nánar reglur Bjargs um gæludýrahald hér.
Við hvetjum alla félagsmenn sem hafa áhuga til að kynna sér nánar þetta tækifæri.