Ágætu félagar
Vegna Covid stöðu í samfélaginu verður skrifstofa félagsins lokuð fyrir heimsóknir. Við höldum áfram með rafræna þjónustu og símaþjónustu (412-5777) og eins má panta tíma hjá starfsmönnum ef mál eru áríðandi eða eingöngu hægt að leysa þau á staðnum.
Við tökum aftur stöðuna 1. febrúar þegar nýjar sóttvarnarreglur koma.
Við biðjumst afsökunar á þessum óþægindum.Við erum að tryggja að ekki komi upp sú staða að við þurfum að loka skrifstofunni alveg þegar upp kemur upp og starfsmenn þurfa í sóttkví. Við höfum náð að forða því hingað til þegar starfsmenn hafa smitast. Við vinnum því á tvískiptum vöktum.
Ef brýnt erindi kemur upp hringið á skrifstofuna og fáið að hitta starfsmann.
Kveðja,
Starfsmenn