Boðið verður upp á kynningarfundi um ný-undirritaðan kjarasamning á almennum markaði og hvetjum við félagsmenn til að nýta sér það. Boðið verður upp á fundi á Teams og staðfund.
Fundir á íslensku verða á eftirfarandi tíma:
- Á Teams : miðvikudaginn 13. mars kl. 19.30. og mánudaginn 18. mars kl. 18.30
- Á skrifstofu félagsins fimmtudaginn 14. mars kl. 19.30
Athugið að þið þurfið að skrá ykkur á Teams fundina til að fá senda slóð inn á fundinn og eins á staðarfundinn til að við getum verið með sal við hæfi.
Til að skrá ykkur sendið tölvupóst á netfangið vsfk@vsfk.is og tiltakið hvaða fund þið viljið sækja. Eins má hringja á skrifstofuna til að skrá sig 421-5777
Það er gott að vera búin að kynna sér innihald samnings fyrir fund.