Kjarasamningur SGS og SA samþykktur

Atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn milli SGS og SA er lokið og þegar öll atkvæði hafa verið lögð saman var nýr kjarasamningur SGS og SA samþykktur með 82,72% atkvæða. 12,85% sögðu nei og 4,43% tóku ekki afstöðu.

Á kjörskrá voru samtals 23.677 félagsmenn hjá öllum 18 aðildarfélögum SGS. Atkvæði greiddu 4.156 manns eða 17.55%.