Orlofs-og desemberuppbót

Orlofsuppbót

Orlofsuppbót er eingreiðsla sem atvinnurekendum ber samkvæmt kjarasamningi að greiða starfsmönnum sínum ár hvert í tengslum við orlofstöku þeirra. Orlofsuppbótin getur verið mishá eftir kjarasamningum.

Nánari upplýsingar um orlofsuppbót má finna í kjarasamningum

Upphæð orlofsuppbótar 2024

Gerð kjarasamingsUpphæð orlofsuppbótar
Almennir samningar60.000 kr.
Kjarasamingur við sveitarfélög59.700 kr.
Kjarasamingur við ríki60.000 kr.
Kjarasamningur vegna starfsfólks á hjúkrunarheimilum (SFV)60.000 kr.

Desemberuppbót

Desemberuppbót er eingreiðsla sem atvinnurekendum ber samkvæmt kjarasamningi að greiða starfsmönnum sínum í desember ár hvert. Fjárhæðin ákvarðast meðal annars af  starfstíma og starfshlutfalli á yfirstandandi ári. Desemberuppbótin er mishá eftir kjarasamningum.

Nánari reglur um desemberuppbót/persónuuppbót má finna í kjarasamningnum.

Upphæð desemberuppbótar / persónuuppbótar 2024

Gerð kjarasamingsUpphæð desemberuppbótar
Almennir samningar110.000 kr.
Kjarasamingur við sveitarfélög140.000 kr.
Kjarasamingur við ríki110.000 kr.
Kjarasamningur vegna starfsfólks á hjúkrunarheimilum (SFV)110.000 kr