Hámarksgreiðsla á ári er í kr. 130.000,- fyrir almennt nám og lífsleikninámskeið samanlagt. Aldrei er greitt meira en 90% af kostnaði við starfstengt, almennt nám og lífsleikninám (tómstundanám).
Námskeið sem falla undir lífsleikni eða tómstundir eru styrkt að hámarki kr. 30.000,- á ári.
Upphæðin er hluti af 130.000 kr. styrknum.
Félagsmenn sem ekki hafa íslensku sem móðurmál geta sótt um endurgreiðslu vegna íslenskukennslu eftir að hafa greitt til félagsins í 1 mánuð.
Félagsmenn sem ekki hafa nýtt sér rétt sinn síðustu tvö ár eiga rétt á styrk allt að 260.000 kr. eða síðustu þrjú ár eiga rétt á allt að 390.000 kr. fyrir eitt samfellt nám eða námskeið samkvæmt nánari reglum sjóðsins. Uppsafnaður réttur skerðist ekki hafi félagsmaður fengið styrk undir 30.000 kr. á tíma uppsöfnunar. Sá styrkur kæmi þó til frádráttar.
Skólafélags-/nemendafélagsgjöld eru ekki endurgreidd né ferða-, leyfis-, prófa-, efnis- eða bókakostnaður.
Áréttað er að félagsmaður hefur 3 mánuði til að skila inn umsókn eftir að hann hættir að vinna og greitt er fyrir nám/námskeið sem hófst á meðan umsækjandi greiddi til félagsins.
Styrkir vegna náms- og kynnisferða stofnana
Við mat á umsóknum um styrk til stofnunar vegna náms- og kynnisferða starfsmanna þarf að fylgja:.
- Ferðalýsing / Dagskrá ferðar.
- Yfirlit yfir kostnað.
- Staðfesting frá vinnustað um þátttöku í ferðinni.
Hægt er að fá eftirfarandi styrki fyrir náms-og kynnisferðum:
- Náms- og kynnisferðir erlendis allt að 130.000 kr.
- Náms- og kynnisferðir innanlands allt að 30.000 kr.
Hægt er að fá ferðastyrki á fjögurra ára fresti.