Bæjarsjóður VSFK er starfsmenntasjóður fyrir félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélögum, ríki, einkareknum leikskólum, stofnunum og hjúkrunarheimilum. Þar geta þeir sótt um endurgreiðslu vegna námskeiða eða náms.
Markmið sjóðsins er að auðvelda félagsmönnum fjárhagslega að stunda sí-og endurmenntun.
Bæjarsjóður VSFK er í vörslu og umsjón félagsins og rekinn af félaginu.