Bæjarsjóður

Bæjarsjóður VSFK er starfsmenntasjóður fyrir félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélögum, ríki, einkareknum leikskólum, stofnunum og hjúkrunarheimilum. Þar geta þeir sótt um endurgreiðslu vegna námskeiða eða náms.

Markmið sjóðsins er að auðvelda félagsmönnum fjárhagslega að stunda sí-og endurmenntun.
Bæjarsjóður VSFK er í vörslu og umsjón félagsins og rekinn af félaginu.

Umsóknir um fræðslustyrk fara fram í gegnum Mínar síður

Skila þarf umsóknareyðublaði, kvittun fyrir námskeiði (frumrit) og síðasta launaseðli.

Þá þarf að vista umsóknareyðublaðið í tölvu, fylla það út og senda það sem viðhengi ásamt kvittun og síðasta launaseðli.

Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband við Jóhann á netfangið johann@vsfk.is.