Félagsmannasjóður

Allir félagsmenn VSFK sem störfuðu hjá sveitarfélagi á tímabilinu frá 1. febrúar 2020 til 31. desember 2020 eiga að fá greitt úr félagsmannasjóði 1. febrúar nk. Sjóðurinn er hjá SGS og er 1,5% af heildarlaunum ykkar.

Til að hægt sé að tryggja að greiðsla úr sjóðnum berist þarf að skrá reikningsupplýsingar inn á 

 þennan link https://www.sgs.is/kjaramal/ýmislegt/felagsmannasjodur/

Athugið að einungis starfsmenn Sveitarfélaga eiga að fylla formið út. 

Í núgildandi kjarasamningi við sveitarfélögin var samið um og stofnaður sérstakur félagsmannasjóður. Atvinnurekandi greiðir mánaðarlegt framlag í sjóðinn sem nemur 1,5% af heildarlaunum félagsmanna og er greitt úr sjóðnum 1. febrúar ár hvert.

Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við skrifstofu félagsins 421-5777 eða vsfk@vsfk.is