Félagsmannasjóður

Þá er aftur komið að greiðslu félagsmannasjóðs. Allir félagsmenn sem störfuðu hjá sveitarfélagi eða eftir samningi sveitarfélaga frá 1. febrúar 2021 til 31. desember 2021 eiga að fá greitt úr Félagsmannasjóði í febrúar nk. Sjóðurinn er hjá Starfsgreinasambandinu og er 1,5% af heildarlaunum. 

Þeir sem hafa ekki áður fengið greitt úr sjóðnum þurfa að senda upplýsingar til Starfsgreinasambandsins svo hægt sé að greiða þeim. 

Það gerið þið hér

Þið sem áður hafið fengið greiðslu þurfið ekki að senda upplýsingar aftur. Þær eiga að liggja fyrir.