90 ára afmæli VSFK

VSFK varð 90 ára þann 28. desember síðastliðinn.

Til að halda upp á það ætlum við að bjóða félagsmönnum upp á notalega stund

Fimmtudaginn 12. Janúar milli kl. 17 og 19 í Krossmóa 4, 5. hæð.

Boðið verður upp á léttar veitingar og tónlistarmennirnir Sverrir Bergmann og Valdimar ætla að koma og taka lagið fyrir okkur. Guðmundur Hermannsson mun síðan spila fyrir okkur ljúfa tóna meðan við njótum veitinga.

Við hvetjum félagsmenn til að mæta og fagna með okkur.

Kveðja
Stjórn VSFK