Sjúkrasjóður

Sjúkrasjóður VSFK er félagslegur samtryggingarsjóður félagsmanna.
Til að eiga rétt á greiðslu sjúkradagpeninga þarf að uppfylla skilyrði reglulgerðar sjúkrasjóðs.
Megintilgangur sjúkrasjóðs félagsins er að greiða félagsmönnum bætur í sjúkra- og slysatilvikum, eftir að launagreiðslum frá atvinnurekanda lýkur.
Ennfremur er lögð rík áhersla á margvíslegt forvarnastarf. Má þar helst nefna styrki vegna líkamsræktar, sjúkraþjálfunar, krabbameinsskoðunar o.fl. Sjúkrasjóðurinn er fjármagnaður með gjaldi sem atvinnurekendur greiða vegna sinna starfsmanna sem eru félagsmenn VSFK.

Allar umsóknir fara fram í gegn um Mínar síður