Eins og fram hefur komið er boðað til kvennaverkfalls 24. október næstkomandi í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá kvennaverkfallinu 1975. VSFK skorar á félagsfólk að leggja sitt af mörkum í baráttunni fyrir jafnrétti á þessum degi.
Þar sem Kvennaverkfallið 2025 er hvorki verkfall í skilningi vinnulöggjafarinnar né frídagur launafólks er það fyrst og fremst baráttudagur fyrir jafnrétti á vinnumarkaði og tekur launafólk þátt á eigin forsendum og samkvæmt eigin ákvörðun.
Hver og einn verður að ræða við næsta yfirmann og fá heimild hjá honum til að leggja niður störf til að leggja þitt af mörkum í baráttunni fyrir jafnrétti á þessum degi. Atvinnurekanda ber ekki skylda til að greiða laun fyrir þennan dag en VSfK skorar á atvinnurekendur að heimila konum og kvár að leggja niður störf þennan dag, án skerðingar á launum.