Áskorun til bæjarstjórnar Reykjanesbæjar

Stjórn VSFK lýsir yfir áhyggjum á mögulegri hækkun á fasteignagjöldum og skorar á meirihluta bæjarstjórnar í Reykjanesbæ að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta.

Þar sem fasteignamat hefur hækkað mikið munu fasteignaskattar hækka umtalsvert í sveitarfélaginu.
Ef meirihlutinn heldur sig við þau plön sem heyrst hefur að liggi fyrir, að hækka álagningarhlutfallið, verður það stór biti fyrir almennt launafólk og fyrir heimilin á svæðinu.

Núverandi meirihluti hefur þegar lækkað álagningarhlutfallið úr 0,36% í 0,25%.
Stjórn félagsins skorar á meirihlutann að halda þeirri vegferð áfram frekar en hitt.
Þrátt fyrir þessa lækkun hafa fasteignaskattar hækkað svo um munar og ljóst að mörg heimili standa
ekki undir frekari hækkunum.

Stjórn VSFK