Iðgjaldaskil til VSFK

VSFK mun taka við móttöku skilagreina og innheimtu félagsgjalda þann 1. september 2025. Jafnframt innheimtu gjalda í sjúkra-, orlofs- og fræðslusjóði.

Verkefnið var áður hjá lífeyrissjóðinum FESTA. Athugið að FESTA mun áfram annast innheimtu iðgjalda í lífeyrissjóð og innheimtu endurhæfingargjalds (0,10%).

Kennitala félagsins er 680269-5729 og stéttarfélagsnúmer félagsins er F132.

Gjöld sem eru skráð handvirkt skal skila á bankareikning 0133-26-018744

Engar breytingar verða á hlutfalli félags- og iðgjalda.

Undirbúningur þessa verkefnis hefur staðið yfir undanfarna mánuði en markmiðið er að yfirfærslan verði hnökralaus fyrir launagreiðendur.

Hægt er að senda fyrirspurnir vegna þessa á netfangið innheimta@vsfk.is eða hringja á skrifstofu félagsins í síma 421-5777.

Nánari upplýsngar má sjá hér https://vsfk.is/um-vsfk/felagsgjold/