.gif)
Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og starfar skamkvæmt samkomulagi Samtaka atvinnulífsins og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi við Sjómannasamband Íslands. Sjóðurinn er í tveimur hlutum og veitir annars vegar fyrirtækjastyrki og hins vegar einstaklingsstyrki.
Helstu verkefni Sjómenntar eru að sinna stuðningsverkefnum og þróunar-og hvatningaraðgerðum í starfsmenntun. Sjóðnum er ætlað að styrkja rekstur námskeiða og stuðla að nýjungum í námsefnisgerð ásamt því að veita einstaklingum, verkalýðsfélögum og fyrirtækjum beina styrki vegna sí-og endurmenntunar.