Á fundinum var farið yfir fjárhagsstöðu félagsins eftir árið 2024, styrkir í sjúkrasjóði hækkaðir og ákveðið að leggja fjármuni í verkfallssjóð.
Til að sjá núverandi stöðu sjúkrastyrkja má fara inn á styrkjasíðu félagsins.
Félagið stendur vel og hefur reksturinn verið að skila góðri afkomu undanfarin ár.
Hér má sjá skýrslu stjórnar sem formaður flutti á fundinum. Eins og má sjá á henni er félagið að greiða háar upphæðir í styrki og sjúkradagpeninga til félagsmanna og félagsmenn duglegir að sækja sér endurgreiðslur vegna náms og námskeiða.
Guðbjörg Kristmundsdóttir var kosin til áframhaldandi setu sem formaður í tvö ár og Hulda Örlygsdóttir sem ritari, Steingerður Hermannsdóttir og Guðríður Bríet Kristjánsdóttir sem meðstjórnendur. Varamenn stjórnar eru Kristinn Þormar Garðarsson og Jón R. Halldórsson.
Samþykkt var að halda áfram sameiningarviðræðum við Verkalýðsfélag Grindavíkur.
Félagsmenn VSFK eru nú yfir fimm þúsund og hefur fjölgað talsvert á undanförnum árum.
Nóg er framundan hjá félaginu og verkefni næg.