Gjafabréf Icelandair

VSFK býður félagsmönnum sínum að kaupa gjafabréf hjá Icelandair sem nýtist til kaupa á flugmiðum á hagkvæmara verði.

Félagsmenn, sem hafa greitt í félagið í a.m.k. 6 mánuði fyrir kaup, geta fengið gjafabréf niðurgreidd af félaginu.

Hvert gjafabréf kostar 25.000 hjá Icelandair en eru 30.000 kr. virði. Með því að kaupa inn gjafabréf í miklu magni fær félagið afslátt og eins niðurgreiðir félagið gjafabréfin niður til að að félagsmenn fái meiri afslátt.

Hver félagsmaður má kaupa 2 gjafabréf á ári frá Icelandair.

Gjafabréfin eru einungis í boði fyrir félagsmenn félagsins og þarf að kaupa þau á skrifstofu félagsins. Greiðsla fer fram með peningum eða millifærslu.

Gildistími gjafabréfa Icelandair er 5 ár.

VSFK er endursöluaðili gjafabréfanna og er gildistími þeirra frá kaupum VSFK á gjafabréfum.

Gjafabréfum er ekki heimilt að skila eða skipta. Komi sú staða upp að félagsmaður geti ekki nýtt gjafabréf af ástæðum sem ekki varða hann sjálfan, t.d. ef viðkomandi flugfélag verður gjaldþrota eftir að gjafakort er keypt en áður en það er nýtt, á félagsmaðurinn því aðeins rétt á endurgreiðslu að því marki sem VSFK sjálft fær kostnað endurgreiddan vegna gjafakortsins.

Við hvetjum fólk til að skoða skilmála vegna gjafabréfa.

Skilmálar vegna gjafabréfa Icelandair

Athugið að ekki er hægt að fá gjafabréfin endurgreidd.