VSFK ætlar að bjóða félagsmönnum sínum að kaupa gjafabréf hjá Icelandair og Play sem eru niðurgreidd af félaginu.
Hvert gjafabréf kostar 24.000 kr. en er 30.000 kr. virði.
Hver félagsmaður má kaupa 2 gjafabréf á ári frá Icelandair en 3 frá Play air. Einungis er hægt að nota 3 gjafabréf í sömu bókuninni frá Play.
Gjafabréfin eru einungis í boði fyrir félagsmenn félagsins og þarf að kaupa þau á skrifstofu félagsins. Greiðsla fer fram með peningum eða millifærslu. ATH að við erum ekki með posa.
Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við skrifstofu félagsins vsfk@vsfk.is eða í síma 421-5777