STARFSREGLUR
- Sveitarfélög og stofnannir geta sótt um styrki í Bæjarsjóð. Markmið sjóðsins er að auka möguleika sveitarfélaga og stofnana þeirra á að þróa starfssvið sitt þannig að það samræmist þeim kröfum sem gerða eru til þeirra á hverjum tíma og efla starfsmenntun starfsmanna sem eru í þeim félögum sem eiga aðild að sjóðnum með það fyrir augum að þeir séu færari til að takast á við sífellt fjölbreyttari verkefni.
- Sjóðurinn sinnir hlutverki sínu með því að veita styrki til fræðsluverkefna á sviði starfsmenntunar sem eru í samræmi við markmið sveitarfélaga sem í sjóðinn greiða; stéttarfélaga sem að sjóðnum standa; eða verkefna sem sjóðstjórn skipuleggur. Auk þess styrkir deildin verkefni sem aðilar semja um í kjarasamningi.
- Umsóknir skulu sendar til stjórnar sjóðsins á netfangið vsfk@vsfk.is þar sem fram kemur lýsing á því fræðsluverkefni sem sótt er um styrk til ,skipulagi þess, efnisinntaki, áætlaðri framkvæmd, kostnaði, öðrum styrkjum og framlagi umsækjanda. Úthlutun úr sjóðnum skal fara fram a.m.k. ársfjórðungslega.
Ath. Undanskilið er háskólanám starfsmanna hjá sveitarfélögum eða stofnunum þeirra. Slíkt nám er styrkt með einstaklingsstyrkjum.
Öll starfstengd og almenn námskeið á vinnustað eru styrkhæf gagnvart þeim þátttakendum sem eru félagsmenn í VSFK. Launakostnaður sveitarfélaga og stofnanna er aldrei hluti af þeim kostnaði námskeiða sem sjóðurinn styrkir, þá er heldur ekki tekinn með kostnaður vegna veitinga og bókakaupa á námskeiðum.
Styrkloforð stjórnar hverju sinni eru ávallt gerð upp og styrkur greiddur eftir að verkefnið hefur farið fram – eða námskeið hefur verið haldið. Slíku uppgjöri þarf að fylgja þátttakendalisti þar sem fram kemur félagsaðild starfsmanna og kvittanir fyrir staðfestum kostnaði. Tekið er á móti allt að 12 mánaða gömlum kvittunum/reikningum.
Upphæðir styrkja
Hvert sveitarfélag og stofnun getur sótt um styrk sem nemur fjölda félagsmanna VSFK sem vinna á vinnustaðnum.
Fræðslustjóri að láni
Sveitarfélög geta gert samning við sjóðinn og fleiri fræðslusjóði um fræðslustjóra að láni í ákveðinn tíma til þess aðgreina fræðsluþarfir og í kjölfarið gert fræðsluáætlun sem hentar. Slíkt verkefni aðstoðar sveitarfélög við að koma á markvissara skipulagi í tengslum við endur-og símenntun starfsmanna sinna.
*Reglur þessar voru samþykktar á fundi stjórnar Bæjarsjóðs þann 21. nóvember 2024. Þær geta tekið breytingum samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sinni.